top of page
Hér í spilaranum fyrir neðan getur þú heyrt lagið mitt
Bergmál sem mun hljóma á plötunni. Upptakan er frá kandídatstónleikunum
mínum árið 2023 og þarna spilar tríóið sem mun taka þátt í þessu verkefni.
BergmálSigurdís
00:00 / 08:44
Myndbandið hér að neðan sýnir brot úr lagi mínu Draumur undir Dimmuborg, við ljóð Jónasar. Það verður á plötunni í búningi tríósins, en hér æfi ég og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps útsetningu sem ég gerði í tilefni af 100 ára afmæli kórsins.
Jónas samdi og útsetti lög fyrir þennan kór og gegndi einnig hlutverki kórstjóra um tíma. Þetta er dæmi um hvernig ég hef verið að vinna með arfleifð Jónasar, og hvernig rödd hans bergmálar áfram í minni tónsköpun.
bottom of page