Sigurdís Trio // Múlinn Jazzclub


Time & Location
Jul 22, 2025, 8:00 PM – 9:00 PM
Austurbakki 2, 101 Reykjavík, Island
About the event
Íslenska Tónskáldið, píanóleikarinn og söngkonan Sigurdís Sandra Tryggvadóttir kemur nú heim til Íslands með evrópska tríóið sitt í fyrsta sinn. Sigurdís er búsett í Danmörku, þar sem hún hefur lokið mastersnámi í jazzpíanóleik og tónsmíðum frá Syddansk Musikkonservatorium.
Meðlimir tríósins eru pólski kontrabassaleikarinn Mariusz Praśniewski, einn eftirsóttasti tónlistarmaður dönsku jazzsenunnar og Péter Horváth frá Ungverjalandi, sem er þekktur fyrir mjúkan og lagrænan trommuleik. Á efnisskránni verða frumsamin verk Sigurdísar, en tónlist hennar hefur verið lýst sem mínimalískri og tregafullri, með skýrum laglínum og norrænum blæ. Einnig verða flutt sönglög eftir afabróður hennar, Jónas Tryggvason (1916-1983). Tónsmíðar Jónasar hafa lifað í karlakórshefð Norðvesturlands, en fá hér áframhaldandi líf í gegnum persónulega túlkun tríósins.
Miðaverð kr. 4900 og 3600 fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu.
English
Composer, pianist, and vocalist Sigurdís is coming home to premiere her European trio. She has resided in Denmark since 2018 and completed her master’s…