Sigurdís Trio // Hóladómskirkja


Time & Location
Jul 20, 2025, 11:00 AM – 12:00 PM
Hólar, 371, Island
About the event
Tónskáldið, píanóleikarinn og söngkonan Sigurdís Sandra Tryggvadóttir kemur fram ásamt tríói sínu. Sigurdís er ættuð úr Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu en hefur verið búsett í Danmörku síðan 2017, þar sem hún hefur lokið mastersnámi í jazzpíanóleik og tónsmíðum frá Syddansk Musikkonservatorium.
Með henni spila pólski kontrabassaleikarinn Mariusz Praśniewski, einn eftirsóttasti tónlistarmaður dönsku jazzsenunnar og Péter Horváth frá Ungverjalandi, sem er þekktur fyrir mjúkan og lagrænan trommuleik. Tríóið spilar frumsamin verk Sigurdísar, en tónlist hennar hefur verið lýst sem mínimalískri og tregafullri, með skýrum laglínum og norrænum blæ. Tríóið flytur einnig sönglög eftir afabróður hennar, Jónas Tryggvason (1916-1983). Tónsmíðar Jónasar hafa lifað í karlakórshefð Norðvesturlands, en fá hér áframhaldandi líf í gegnum persónulega túlkun tríósins. Aðgangur ókeypis.