top of page

Jazz í Djúpinu // Sigurdís + Matthías Hemstock & Birgir Steinn Theodórsson

Jazz í Djúpinu // Sigurdís + Matthías Hemstock & Birgir Steinn Theodórsson
Jazz í Djúpinu // Sigurdís + Matthías Hemstock & Birgir Steinn Theodórsson

Time & Location

Oct 10, 2024, 8:30 PM – 8:35 PM

Hafnarstræti 15, 101, 101 Reykjavík, Island

About the event

ÍSLENSKA

Fimmtudagskvöldið 10. október kl. 20:30 mun tónlistarkonan Sigurdís flytja tónleikana „Bergmál fjallanna” í Djúpinu.

Sigurdís er lagasmiður, píanóleikari og söngkona. Hún er búsett í Danmörku, þaðan sem hún lauk kandídatsprófi í tónsmíðum og jazzpíanóleik frá Syddansk Musikkonservatorium árið 2023.

„Bergmál fjallanna” samanstendur af frumsömdu efni Sigurdísar sem er innblásið af uppvexti hennar í sveitum Norðurlands. Tónlistin kannar meðal annars andstæður náttúrunnar: björtu sumarnæturnar sem umbreytast í dimmar vetrarnætur og þögnina í náttúrunni sem vekur bæði friðsæld og einmanaleika.

Sigurdís flytur einnig lög sín við ljóð Jónasar Tryggvasonar. Jónas var afabróðir Sigurdísar sem fæddist og bjó á sama stað og hún, en á öðrum tíma. Í einlægum ljóðum fléttar hann íslenskri náttúru saman við gleði og sorgir lífsins, ljósið og myrkrið, draumana og veruleikann. Með Sigurdísi spila Birgir Steinn Theodórsson á bassa og Matthías Hemstock á trommur.

- -


Share this event

  • Instagram
  • Facebook

© 2025 by Sigurdís

bottom of page