Sigurdís er lagasmiður, píanóleikari og söngkona.
Hún er fædd og uppalin í Austur-Húnavatnssýslu, þar sem hún byrjaði að læra á píanó sjö ára gömul. Eftir útskrift úr Menntaskólanum á Akureyri árið 2013 flutti hún til Reykjavíkur og stundaði nám við Tónlistarskóla F.Í.H. þar sem Sigurður Flosason og Eyþór Gunnarson voru meðal kennara hennar.
Árið 2017 flutti Sigurdís til Danmerkur og hóf nám við Syddansk Musikkonservatorium í Óðinsvéum. Hún lauk mastergráðu í jazzpíanóleik og tónsmíðum sumarið 2013, með hæstu einkunn. Aðalkennari hennar síðan árið 2018 er kanadíski píanóleikarinn og Juno-verðlaunahafinn David Braid.
Í byrjun mars 2024 var Sigurdísi boðið til Winnipeg
í Kanada af Winnipeg Jazz Orchestra og Utanríkisráðuneyti Íslands til þess að flytja tónlist sína á þrennum tónleikum.

Um Sigurdísi
Sigurdís
Flosason/Mogensen/Praśniewski
Tónlistarkonan Sigurdís hefur fengið í lið með sér reynslumikla og þekkta tónlistamenn:
Sigurð Flosason, saxófónleikara (Ísland)
Anders Mogensen, trommuleikara (Danmörk)
Mariusz Praśniewski, bassaleikara (Pólland)
Árið 2023 gaf Sigurdís út sitt fyrsta lag, ábreiðu af laginu I Get Along Without You Very Well. Laginu hefur verið streymt yfir 100.000 sinnum á Spotify, sem var hvatning fyrir Sigurdísi til þess nálgast fleiri lög úr Amerísku söngbókinni frá tónsmíðavinkli, en Sigurdís lauk mastersnámi í tónsmíðum og jazzpíanóleik frá Syddansk Musikkonservatorium í Óðinsvéum á síðasta ári.
Dómarar masterstónleikanna lofuðu persónulegar tónsmíðar Sigurdísar, sterka tjáningu hennar og fallegan píanóáslátt. Sigurdís var einnig valin sem ein sex tónskálda til að taka þátt í úrslitum Nordic Composer keppni fyrir ung tónskáld í nóvember, 2023. Keppnin er haldin er af Odense Jazz Orchestra.
Á dagskrá kvartettins, með Sigurdísi í farabroddi sem söngkonu og píanóleikara verða spennandi og tjáningaríkar útgáfur af lögum eins That's Life, Moon River og Why Try To Change Me Now?